Utanríkismál

Mennta - og menningarmál

Ísland og UNESCO gera rammasamning um þróunarsamvinnu

Share on facebook
Share on twitter

Ísland og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hafa gert með sér samstarfssamning á sviði þróunarsamvinnu.

Rammasamningurinn er sá fyrsti sem Ísland og UNESCO gera um þróunarsamvinnu. Hann felur í sér að Ísland styður við tvö verkefni á vegum stofnunarinnar. Annars vegar er um að ræða framlag til verkefnis sem miðar að því að styrkja getu fátækra ríkja við að innleiða umbætur á sviði menntamála. Hins vegar er framlag til að stuðla að tjáningarfrelsi og öryggi blaðamanna í þróunarlöndum. Miðað er við að framlögin nýtist sérstaklega í starfi UNESCO í Afganistan, einu af áherslulöndum Íslands í þróunarsamvinnu, bæði til að bæta aðgengi að menntun þar í landi, sem og til að tryggja öryggi blaðamanna. 

Alls verja íslensk stjórnvöld um 174 milljónum króna á næstu fimm árum til þessara tveggja verkefna. Til viðbótar munu íslensk stjórnvöld senda íslenska sérfræðinga til starfa á vettvangi við innleiðingu ofangreindra verkefna og veita til þess um 45 milljónum króna.

Annar árangur á sama sviði

Bætt aðgengi framhaldsskólanema að geðheilbrigðisþjónustu

Ísland setur 90 milljónir í Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna

3 milljarða kr. aukning til háskóla- og rannsóknastarfsemi

Menntanet sett á fót á Suðurnesjum

Frítekjumark námsmanna fimmfaldað: Menntasjóður námsmanna kemur til móts við samfélagið

600 mánaðarlaun til viðbótar til listamanna

Nýtt lánasjóðskerfi samþykkt á Alþingi: Menntasjóður námsmanna tekur við af LÍN

127 milljarða sókn í mennta- og menningarmálum

3.000 sumarstörf fyrir námsmenn