Ráðist verður í átak við gerð mannaflaspár fyrir heilbrigðiskerfið og mótuð stefna og aðgerðaáætlun í heilbrigðismálum í samvinnu við fagstéttir til að stuðla að heilbrigði þjóðarinnar og skapa eftirsóknarverðan starfsvettvang fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Þetta kom fram í yfirlýsingu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra sem ráðherrarnir undirrituðu í tengslum við kjarasamninga 17 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna 12. febrúar 2018.