Á fundi ríkisstjórnarinnar í april gerði Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra grein fyrir aðgerðum sem hann hefur nú til skoðunar til að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna vaxandi fjölda barna og ungmenna með fíknivanda. Um er að ræða annars vegar aðgerðir til að bregðast við bráðavanda og hins vegar aðgerðir til lengri tíma.