Um hálfum milljarði króna úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Share on facebook
Share on twitter

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úthlutaði í janúar 2019, 495 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra til uppbyggingar í öldrunarþjónustu. Hæstu framlögin renna til endurgerðar hjúkrunarrýma á gamla Sólvangi í Hafnarfirði og til uppbyggingar þjónustumiðstöðvar við Sléttuveg í Reykjavík.