Íbúum í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Austurlands hefur verið tryggt aðgengi að þjónustu bæklunarlækna og þvagfæraskurðlækna með samningum stofnunarinnar við Sjúkrahúsið á Akureyri og Landspítalann. Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt stofnuninni 15 milljónir króna til að standa straum af samningunum í eitt ár.