Starfshópur um viðbrögð við vaxandi nýgengi sykursýki leggur til gerð miðlægrar skrár um sykursýki á Íslandi, að áhersla á forvarnir verði aukin og eftirfylgni með þeim sem greinst hafa með sjúkdóminn verði efld. Hópurinn mælir ekki með almennri skimun fyrir sykursýki. Starfshópurinn hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra skýrslu með tillögum sínum.