Tillögum átakshóps til að leysa úr vanda bráðamóttöku Landspítala hrynt í framkvæmd

Share on facebook
Share on twitter

Átakshópur sem fjallað hefur um lausnir á þeim vanda sem birtist á bráðamóttöku Landspítalans leggur fram ellefu tillögur um aðgerðir sem forgangsraðað er eftir mikilvægi. Ákvörðun um skipun átakshópsins var tekin á sameiginlegum fundi heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítala 16. janúar 2020 þar sem vandi bráðamóttökunnar var til umfjöllunar, m.a. í tengslum við ábendingar landlæknis þar að lútandi. Verkefni hópsins var að greina vandann, leggja fram tillögur að aðgerðum til úrbóta og forgangsraða þeim í tímaröð. Fyrsta tillagan hefur þegar verið hrundið í framkvæmd.