Þjónusta við fólk með heilaskaða aukinn

Share on facebook
Share on twitter

Heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að semja við Reykjalund um að efla hópmeðferðir fyrir fólk sem hlotið hefur heilaskaða. Er þetta í kjölfarið að heilbrigðisráðherra fól starfshópi að leggja til úrbætur á heilbrigðisþjónustu og stuðningi við fólk sem glímir við alvarlega heilaáverka og heilaskaða.