Heilbrigðismál

Þjónusta á heilsueflandi móttökum í heilsugæslu verði samræmd um allt land

Share on facebook
Share on twitter

Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu mun gegna mikilvægu hlutverki við innleiðingu á heilsueflandi móttökum í heilsugæslu á landsvísu. Ráðinn verður verkefnisstjóri í þessu skyni og hefur heilbrigðisráðherra veitt þróunarmiðstöðinni 15 milljónir króna til verkefnisins á þessu ári og því næsta.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í nóvember síðastliðnum ákvörðun um að ráðstafa 200 milljónum króna af fjárlögum þessa árs til að koma á fót heilsueflandi móttökum um allt land innan heilsugæslunnar. Móttökurnar verða ætlaðar eldra fólki og einstaklingum með fjölþætt eða langvinn heilsufarsvandamál. Markmiðið er að tryggja þessum hópi þverfaglega og heildstæða heilbrigðisþjónustu og innleiða skipulagða heilsuvernd fyrir aldraða.

Hlutverk verkefnisstjórans verður að efla og samræma vinnulag á heilsueflandi móttökum heilsugæslunnar um allt land. Heilsueflandi móttökur sem stuðla að bættri heilsu geta haft mikil áhrif á þjónustukeðju heilbrigðiskerfisins í heild. Væntur ávinningur af verkefninu eru m.a. aukin lífsgæði þeirra sem eiga í hlut og að draga megi úr eða seinka þörf hópsins fyrir annars og þriðja stigs heilbrigðisþjónustu.

Annar árangur á sama sviði

Aðgerðaáætlun um endurhæfingu til fimm ára

​Stórfjölgun hjúkrunarrýma á næsta ári

Samningur um stóraukna heimahjúkrun í Reykjavík

Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis við Boðaþing í Kópavogi.

Hjúkrunardeild fyrir heimilislaust fólk sett á fót árið 2021.

Styrkur fyrir sérnám ráðgjafa á sviði heilabilunar.

Bætt aðgengi framhaldsskólanema að geðheilbrigðisþjónustu

Nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 íbúa á Akureyri

Breyttar reglur um greiðslur fyrir þjónustu sjúkraþjálfara