Share on facebook
Share on twitter

Þingsályktunartillaga um siðferðileg gildi og forgangsröðun samþykkt á Alþingi

„Nauðsynlegt er að stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið hvíli á traustum siðferðilegum grunni og ríkja þarf sátt um þau gildi sem eiga að veita leiðsögn til að ná settum markmiðum þegar kemur að heilbrigðisþjónustunni“ sagði ráðherra þegar hún mælti fyrir tillögunni á Alþingi í mars síðastliðnum. „Til þess að ná meginmarkmiðum stefnunnar, sem er að almenningur á Íslandi búi við örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu þar sem aðgengi allra landsmanna sé tryggt, er einsýnt að forgangsraða þarf fjármunum til heilbrigðisþjónustunnar.“

Þingsályktunin fjallar um hvernig best megi nálgast það viðfangsefni að forgangsraða fjármunum í heilbrigðisþjónustunni og hvaða gildi eigi að liggja þar til grundvallar. Þetta var meginumfjöllunarefnið á heilbrigðisþinginu sem heilbrigðisráðherra efndi til síðastliðið haust. Fjöldi fólks tók þátt í þinginu og lagði sitt af mörkum við að móta þá sýn sem birtist í ályktun Alþingis sem samþykkt var í dag.

Þau siðferðilegu gildi sem höfð skulu að leiðarljósi eru í fyrsta lagi mannhelgi, í öðru lagi þörf og samstaða og í þriðja lagi hagkvæmni og skilvirkni, líkt og nánar er fjallað um og gerð grein fyrir í ályktun Alþingis.

Önnur afrek á sama sviði

Breyttar reglur um greiðslur fyrir þjónustu sjúkraþjálfara

Bætt aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu sérgreinalækna

Miðstöð um ofbeldi gegn börnum stofnuð ​

Fjölbreyttar aðgerðir til að vega á móti einmanaleika og félagslegri einangrun aldraðra

Samið um þjónustu Ljóssins

Lækkun komugjalda í heilsugæslu og aðrar gjaldskrárbreytingar 1. janúar

Endurgreiðslur tannlæknakostnaðar barna með skarð í gómi og vör

Samið til tveggja ára um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila

Hjúkrunarheimili fyrir 99 manns við Sléttuveg tekið í notkun