Heilbrigðismál

Þingsályktunartillaga um siðferðileg gildi og forgangsröðun samþykkt á Alþingi

Share on facebook
Share on twitter

„Nauðsynlegt er að stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið hvíli á traustum siðferðilegum grunni og ríkja þarf sátt um þau gildi sem eiga að veita leiðsögn til að ná settum markmiðum þegar kemur að heilbrigðisþjónustunni“ sagði ráðherra þegar hún mælti fyrir tillögunni á Alþingi í mars síðastliðnum. „Til þess að ná meginmarkmiðum stefnunnar, sem er að almenningur á Íslandi búi við örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu þar sem aðgengi allra landsmanna sé tryggt, er einsýnt að forgangsraða þarf fjármunum til heilbrigðisþjónustunnar.“

Þingsályktunin fjallar um hvernig best megi nálgast það viðfangsefni að forgangsraða fjármunum í heilbrigðisþjónustunni og hvaða gildi eigi að liggja þar til grundvallar. Þetta var meginumfjöllunarefnið á heilbrigðisþinginu sem heilbrigðisráðherra efndi til síðastliðið haust. Fjöldi fólks tók þátt í þinginu og lagði sitt af mörkum við að móta þá sýn sem birtist í ályktun Alþingis sem samþykkt var í dag.

Þau siðferðilegu gildi sem höfð skulu að leiðarljósi eru í fyrsta lagi mannhelgi, í öðru lagi þörf og samstaða og í þriðja lagi hagkvæmni og skilvirkni, líkt og nánar er fjallað um og gerð grein fyrir í ályktun Alþingis.

Annar árangur á sama sviði

Aðgerðaáætlun um endurhæfingu til fimm ára

​Stórfjölgun hjúkrunarrýma á næsta ári

Samningur um stóraukna heimahjúkrun í Reykjavík

Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis við Boðaþing í Kópavogi.

Hjúkrunardeild fyrir heimilislaust fólk sett á fót árið 2021.

Styrkur fyrir sérnám ráðgjafa á sviði heilabilunar.

Bætt aðgengi framhaldsskólanema að geðheilbrigðisþjónustu

Nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 íbúa á Akureyri

Breyttar reglur um greiðslur fyrir þjónustu sjúkraþjálfara