Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Sturla Böðvarsson bæjarstjóri undirrituðu í maí samning um endurbætur og uppbyggingu á hjúkrunarrýmum í húsnæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Stykkishólmi. Áætlaður kostnaður við framkvæmdir vegna hjúkrunarrýmanna er um 590 milljónir króna og skiptist þannig að ríkissjóður fjármagnar 83% framkvæmdanna á móti 17% sveitarfélagsins.