Laugardaginn 13. október 2018, var tekin skóflustunga að nýjum meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut. Ráðherrar ásamt forstjóra, fulltrúum félaga, hagsmunasamtaka og stofnana tóku skóflustunguna að viðstöddum fyrrverandi heilbrigðisráðherra auk fjölmargra annarra gesta. Áætlað er að meðferðarkjarninn verði tekinn í notkun árið 2025.