Á grundvelli tillagna frá stýrihópi stjórnarráðsins í málefnum barna hafa félags- og barnamálaráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, dómsmálaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ákveðið að taka þátt í samstarfi um stofnun og rekstur þverfaglegs móttöku- og stuðningsúrræðis fyrir ungt fólk. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára og munu ráðherrarnir verja 30 milljónum króna á ári til verkefnisins þ.m.t. í formi stöðugilda.