Dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra undirrituðu í gær samning um að efla og þróa samvinnu sýslumanna, lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar í málum er lúta að velferð og högum barna, með áherslu á vernd barna sem búið hafa við ofbeldi á heimili í forsjármálum.
Arndís Soffía Sigurðardóttir, sýslumaður í Vestmannaeyjum, stýrir verkefninu og Arndís Bára Ingimarsdóttir settur lögreglustjóri og Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi starfa með henni að því.