Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir einkar ánægjulegt að þessi mikilvægi samningur hafi verið framlengdur: „Vel hirtar og heilar tennur eru mikilvægur þáttur í heilbrigði fólks alla ævi. Gott aðgengi barna að þjónustu tannlækna og reglubundnu tanneftirliti í uppvextinum hefur þar mikið að segja“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.