Samið við Ljósið um endurhæfingarþjónustu við fólk sem greinst hefur með krabbamein

Share on facebook
Share on twitter

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert þjónustusamning við Ljósið um endurhæfingarþjónustu við fólk sem greinst hefur með krabbamein. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur staðfest samninginn sem tók gildi 1. janúar 2020 og gildir til ársloka 2023. Alls eru 220 milljónir króna tryggðar rekstri Ljóssins í fjárlögum þessa árs.