Tekist hafa samningar milli Sjúkratrygginga Íslands og rekstraraðila hjúkrunarheimila um allt land um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila. Samið var við hvern og einn rekstraraðila en samningarnir eru samhljóða og taka til 2.468 hjúkrunar- og dvalarrýma. Andvirði þeirra nemur um 32,5 milljörðum króna á ári á verðlagi þessa árs. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur staðfest samningana sem gilda til ársloka 2021.