Þátttakendur voru á þriðja hundrað manns hvaðanæva af landinu en könnunin er hluti af almenningssamráði um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Tekin voru fyrir nokkur afmörkuð atriði s.s. ákvæði um embætti forseta Íslands, þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðarfrumkvæði, Landsdómur, breytingaákvæði stjórnarskrár, kjördæmaskipting og atkvæðavægi og alþjóðasamstarf.