Fyrsti fundur velferðarráðuneytisins og fulltrúa notenda geðheilbrigðisþjónustu var haldinn í ráðuneytinu í gær. Fundir sem þessi verða haldnir tvisvar á ári til að skapa farveg fyrir virkt samráð við notendur hvað varðar stefnumótun og veitingu þjónustu. Samráðið var í kjölfar funda heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur með Samráðsvettvangi geðúrræða á höfuðborgarsvæðinu.