Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að ráðast í stefnumótun á sviði endurhæfingar. Verkefnið felst meðal annars í því að greina þá endurhæfingarþjónustu sem er fyrir hendi hér á landi, umfang hennar, skipulag og árangur, auk samanburðar við fyrirkomulag endurhæfingar hjá öðrum þjóðum.