Share on facebook
Share on twitter

Ráðist í stækkun Grensáss: framkvæmdir fyrir 1,6 milljarða króna

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir stækkun endurhæfingardeildarinnar við Grensás þjóðþrifamál sem lengi hafi verið beðið eftir og muni stórefla mikilvæga þjónustu. „Þörf fyrir endurhæfingarrými fer ört vaxandi samhliða miklum framförum í meðferð alvarlegra sjúkdóma og áverka. Að hraða þessari uppbyggingu og efla getu Grensáss til að sinna fólki sem þarf á endurhæfingu að halda er svo sannarlega arðbær fjárfesting“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Stækkun Grensáss er liður í því fjárfestingarátaki sem stjórnvöld hafa boðað til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Þingsályktunartillaga um fjárfestingaráætlunina var rædd á Alþingi í gær og er nú til umfjöllunar í fjárlaganefnd. Horft er til arðbærra fjárfestinga sem auka eftirspurn eftir vinnuafli og einnig að verkefnin sem ráðist verður í dreifist um landið.

Önnur afrek á sama sviði

Breyttar reglur um greiðslur fyrir þjónustu sjúkraþjálfara

Bætt aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu sérgreinalækna

3 milljarða kr. aukning til háskóla- og rannsóknastarfsemi

Stóraukin framlög í varnir gegn náttúruvá

Jarðamál forsætisráðherra orðin að lögum

Lagningu jarðstrengs yfir Kjöl lokið

Menntanet sett á fót á Suðurnesjum

Átta nýjar stöðugleikaaðgerðir sem styðja við Lífskjarasamninginn

Ný vísinda- og tæknistefna – framlög í samkeppnissjóði vaxa um helming