Heilbrigðismál

Efnahagsmál

Ráðist í stækkun Grensáss: framkvæmdir fyrir 1,6 milljarða króna

Share on facebook
Share on twitter

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir stækkun endurhæfingardeildarinnar við Grensás þjóðþrifamál sem lengi hafi verið beðið eftir og muni stórefla mikilvæga þjónustu. „Þörf fyrir endurhæfingarrými fer ört vaxandi samhliða miklum framförum í meðferð alvarlegra sjúkdóma og áverka. Að hraða þessari uppbyggingu og efla getu Grensáss til að sinna fólki sem þarf á endurhæfingu að halda er svo sannarlega arðbær fjárfesting“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Stækkun Grensáss er liður í því fjárfestingarátaki sem stjórnvöld hafa boðað til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Þingsályktunartillaga um fjárfestingaráætlunina var rædd á Alþingi í gær og er nú til umfjöllunar í fjárlaganefnd. Horft er til arðbærra fjárfestinga sem auka eftirspurn eftir vinnuafli og einnig að verkefnin sem ráðist verður í dreifist um landið.

Annar árangur á sama sviði

Aðgerðaáætlun um endurhæfingu til fimm ára

​Stórfjölgun hjúkrunarrýma á næsta ári

Samningur um stóraukna heimahjúkrun í Reykjavík

Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis við Boðaþing í Kópavogi.

Hjúkrunardeild fyrir heimilislaust fólk sett á fót árið 2021.

Styrkur fyrir sérnám ráðgjafa á sviði heilabilunar.

Bætt aðgengi framhaldsskólanema að geðheilbrigðisþjónustu

Nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 íbúa á Akureyri

Breyttar reglur um greiðslur fyrir þjónustu sjúkraþjálfara