Á nýju afeitrunardeildinni eru tvö meðferðarrými þar sem ungmenni með alvarlegan vímuefnavanda koma til innlagnar í 1 – 3 sólarhringa en eftir það taka við önnur úrræði. Þverfaglegt meðferðarteymi mun sinna ungmennum og aðstandendum þeirra meðan á dvöl stendur í samvinnu við barna og unglingageðdeild spítalans (BUGL). Einnig verður náið samstarf við Barnaverndarstofu og bráðamóttökur Landspítala.