Norðurlöndin knýja á um alþjóðlegan plastsamning

Share on facebook
Share on twitter

Umhverfisráðherrar Norðurlandanna kalla í sameiginlegri yfirlýsingu eftir nýjum alþjóðlegum samningi til að draga úr og fyrirbyggja losun plasts og örplasts í hafið. Yfirlýsingin var samþykkt á fundi ráðherranna sem haldinn var í Reykjavík.

Plastmengun í hafi er hnattrænn umhverfisvandi sem ógnar lífi og vistkerfum Jarðar. Umhverfisráðherrarnir hafa lagt áherslu á að vandinn sé í eðli sínu hnattrænn og ekkert eitt ríki geti leyst hann upp á sitt einsdæmi. Sterkari aðgerðir á heimsvísu þurfi til að árangur geti náðst.

Norðurlöndin vilja setja markið hátt og vera leiðandi við að draga úr umhverfisáhrifum vegna plasts.