Milljörðum varið til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga

Share on facebook
Share on twitter

Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. Um áramótin 19/20 tóku gildi ýmsar breytingar til að bæta þjónustu við almenning. Til að mynda voru komugjöld lækkuð um 40%, úr 1200 kr. í 700 kr. Einnig var aukin framlög til tannlækninga þannig að börnum sem fæðast með skarð í efri tannboga eða með klofinn góm er tryggður réttur til endurgreiðslu vegna tannlækninga um 95% af gjaldskrá tannlæknis. Þá féllu hormónatengdar getnaðarvarnir undir lyfjagreiðsluþáttökukerfið fyrir ungar konur. Þjónusta við barnshafandi konur er aukin með því að greiða fyrir fargjald fylgdarmanns konu sem þarf að ferðast til að fæða barn. Frekari skref til að draga úr greiðsluþáttöku verða tekin á árunum 2021-2024.