No data was found

Loftslagsstefna Stjórnarráðsins samþykkt

Share on facebook
Share on twitter

Loftslagsstefna Stjórnarráðsins hefur verið samþykkt í ríkisstjórn. Dregið verður úr losun gróðurhúsalofttegunda í allri starfsemi Stjórnarráðsins auk þess sem öll losun verður kolefnisjöfnuð þegar í ár og meira til. Stefnan tekur til allra tíu ráðuneyta Stjórnarráðsins og Rekstrarfélags Stjórnarráðsins þess auk þess sem gerðar eru kröfur til ríkisstofnana um aðgerðir í loftslagsmálum.

Markmiðið með loftslagsstefnunni er að Stjórnarráðið verði til fyrirmyndar í loftslagsmálum og bindi meiri koltvísýring en það losar. Stjórnarráðið mun draga úr losun sinni á CO2 samtals um 40% til ársins 2030.

Loftslagsstefnunni er ekki einungis ætlað að hafa bein áhrif á þá starfsemi sem undir hana fellur heldur einnig margfeldisáhrif. Stjórnarráðið mun gera samninga við bílaleigur um að nýta visthæfa bíla og jafnframt verður óskað sérstaklega eftir visthæfum leigubílum. Þróuð verður veflausn sem veitir upplýsingar um kolefnisspor mismunandi flugleiða og tengir losunartölur úr flugferðum við markmið um samdrátt í losun. Þannig fæst nauðsynleg yfirsýn yfir losun vegna flugferða sem er forsenda þess að geta dregið markvisst úr henni. Lausnin mun jafnframt nýtast stofnunum ríkisins.

Annar árangur á sama sviði

Ný metnaðarfull markmið í loftslagsmálum

3 milljarða króna aukning til loftslagsmála

Aðgerðaáætlun í plastmálefnum gefin út

Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum – Ísland uppfyllir skuldbindingar og gott betur

Loftslagssjóður úthlutaði 165 milljónum króna til 32 verkefna

Tveir milljarðar aukalega í loftslagsmál, snjóflóðavarnir, fráveitumál og uppbyggingu þjóðgarða

Milljaður í innviði fyrir orkuskipti 2019 og 2020

Stefnumótun um líffræðilega fjölbreytni

Breyting á lögum liðkar fyrir rafbílavæðingu landsins