No data was found

Loftslagsráð stofnað

Share on facebook
Share on twitter

Loftslagsráð var skipað af umhverfis- og auðlindaráðherra vorið 2018. Því er ætlað að vera stjórnvöldum til aðhalds með markvissri ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum á Íslandi. Þar á meðal eru aðgerðir til að draga úr losun og auka bindingu gróðurhúsalofttegunda, efla viðnámsþol gagnvart afleiðingum veðurfarsbreytinga og efla almenna vitund um loftslagsmál og aðgerðir til að sporna gegn þeim. Loftslagsráð er sjálfstætt í sínum störfum og leitast við að leiða saman krafta ríkis, sveitarfélaga atvinnulífs, vísindasamfélagsins og almennings.

Halldór Þorgeirsson er formaður Loftslagsráðs en hann hefur áralanga reynslu af loftslagsmálum sem einn af æðstu yfirmönnum hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) og þar áður sem fulltrúi Íslands í alþjóðlegum loftslagsviðræðum. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, er varaformaður. Bæði eru skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra.

Annar árangur á sama sviði

Ný metnaðarfull markmið í loftslagsmálum

3 milljarða króna aukning til loftslagsmála

Aðgerðaáætlun í plastmálefnum gefin út

Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum – Ísland uppfyllir skuldbindingar og gott betur

Loftslagssjóður úthlutaði 165 milljónum króna til 32 verkefna

Tveir milljarðar aukalega í loftslagsmál, snjóflóðavarnir, fráveitumál og uppbyggingu þjóðgarða

Milljaður í innviði fyrir orkuskipti 2019 og 2020

Stefnumótun um líffræðilega fjölbreytni

Breyting á lögum liðkar fyrir rafbílavæðingu landsins