Share on facebook
Share on twitter

Lækkun komugjalda í heilsugæslu og aðrar gjaldskrárbreytingar 1. janúar

Almenn komugjöld í heilsugæslu lækkuðu 1. janúar síðastliðinn úr 1.200 krónum í 700 krónur. Gjaldskrár vegna heilbrigðisþjónustu að öðru leyti hækkuðu um 2,5%. Bótafjárhæðir slysatrygginga almannatrygginga og dagpeningar sjúkratryggðra hækkuðu um 3,2%.

Lækkun almennra komugjalda í heilsugæslunni 1. janúar sl. nemur rúmum 40%. Lækkunin er bundin við komur fólks á dagvinnutíma á heilsugæslustöðinni þar sem það er skráð. Leiti fólk á aðra heilsugæslustöð er komugjaldið óbreytt, 1.200 krónur. Börn, öryrkjar og þeir sem eru 67 ára og eldri greiða ekki komugjöld í heilsugæslu. Áformað er að fella komugjöld í heilsugæslu á dagvinnutíma niður að fullu árið 2021 og er það liður í fleiri aðgerðum til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga, líkt og heilbrigðisráðherra kynnti. Þar á meðal eru auknar niðurgreiðslur sjúkratrygginga vegna tannlæknisþjónustu, lyfjakostnaðar og tiltekinna hjálpartækja, auk rýmri reglna um ferðakostnað sjúklinga.

Önnur afrek á sama sviði

Breyttar reglur um greiðslur fyrir þjónustu sjúkraþjálfara

Bætt aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu sérgreinalækna

Miðstöð um ofbeldi gegn börnum stofnuð ​

Fjölbreyttar aðgerðir til að vega á móti einmanaleika og félagslegri einangrun aldraðra

Samið um þjónustu Ljóssins

Endurgreiðslur tannlæknakostnaðar barna með skarð í gómi og vör

Samið til tveggja ára um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila

Hjúkrunarheimili fyrir 99 manns við Sléttuveg tekið í notkun

Samningur um tannlækningar barna framlengdur.