Komugjöld í heilsugæslu lækkuðu úr 700 krónum í 500 krónur 1. janúar 2021. Sérstakt komugjald hjá þeim sem sækja aðra heilsugæslustöð en þeir eru skráðir hjá lækkar. Heilsugæslan um allt land hefur tekið við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi og lækkaði gjald fyrir leghálsstrok úr 4.818 krónum í 500 krónur.
Börn, öryrkjar og þeir sem eru 67 ára og eldri greiða ekki komugjöld í heilsugæslu.