Í ræðu sinni á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál tilkynnti forsætisráðherra um að íslensk stjórnvöld myndu tvöfalda framlög sín í Græna loftslagssjóðinn. Sjóðurinn fjármagnar loftslagsaðgerðir í lág- og meðaltekjuríkjum og gegnir þannig lykilhlutverki við að uppfylla skuldbindingar Parísarsamkomulagsins. Með hækkuninni munu framlög Íslands nema 2 milljónum Bandaríkjadala á tímabilinu 2021-2025.