Velferðarmál

Innviðaframkvæmdum flýtt – átakshópur skilar skýrslu og áætlun um 540 aðgerðir

Share on facebook
Share on twitter

Ríkisstjórnin skipaði átakshóp um úrbætur í innviðum í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir í desember 2019. Hópurinn leitaði til sveitarfélaga, innviðafyrirtækja og stofnana til að fá sýn þeirra um nauðsynlegar úrbætur í innviðum og hefur skilað heildstæðri aðgerðaáætlunar vegna uppbyggingar innviða fram til 2030. Samkvæmt mati hópsins mun heildarfjárhæð framkvæmda hins opinbera og innviðafyrirtækja í uppbyggingu innviða nema 900 milljörðum króna á næstu tíu árum. Helstu aðgerðir eru: 

Jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku verði flýtt þannig að árið 2025 verði henni lokið að langmestu leyti í stað ársins 2035. 

Tillögur til einföldunar og aukinnar skilvirkni í leyfisveitingum vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku. 

Framkvæmdum í svæðisflutningskerfi raforku, sem ekki eru á 10 ára kerfisáætlun Landsnets, verði flýtt. 

Trygging á framboði varma á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, í nafni almannahagsmuna og orkuöryggis, með könnun á varmastöð í Krýsuvík. 

Grunnnet fjarskipta verði byggt upp með hliðsjón af aðgengi og öryggi og tengingu Íslands við umheiminn 

Öryggi verði haft í fyrirrúmi við allar ákvarðanir í samgöngumálum. 

Uppbyggingu ofanflóðavarna verði lokið árið 2030. 

Efling almannavarnakerfisins og heildstæð vöktun náttúruvár. 

Varaafl fyrir raforku og fjarskipti endurskilgreint og eflt. 

Samræmd stefnumótun í málefnum innviða og áætlunum ríkisins. 

Annar árangur á sama sviði

Bætt aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu sérgreinalækna

Stóraukin framlög í varnir gegn náttúruvá

Jarðamál forsætisráðherra orðin að lögum

Lagningu jarðstrengs yfir Kjöl lokið

Stórt skref stigið í rafvæðingu hafna í Reykjavík

Styrkjum úthlutað til orkuskipta í höfnun

Tveir milljarðar aukalega í loftslagsmál, snjóflóðavarnir, fráveitumál og uppbyggingu þjóðgarða

Frítekjumark námsmanna fimmfaldað: Menntasjóður námsmanna kemur til móts við samfélagið

Hlutdeildarlán sem auðvelda tekjulágum einstaklingum að eignast fyrstu íbúð samþykkt á Alþingi