Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sömdu við sjö hjúkrunarfræðinga í samstarfi við Landspítalann um að sinna heimahjúkrun langveikra barna á höfuðborgarsvæðinu í desember 2019. Hjúkrunarfræðingarnir sem taka að sér þjónustuna störfuðu áður hjá Heilsueflingarmiðstöðinni við hjúkrun barna í heimahúsum. Landspítalinn mun leggja til teymisstjóra sem tekur við öllum beiðnum um hjúkrun barna og kemur þeim í viðeigandi farveg.