Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita samtals 130 milljónir króna af fjárlögum þessa árs til að styrkja mönnun í heimahjúkrun og auka þjónustuna, meðal annars með stuðningi við áform um að hagnýta velferðartækni í meira mæli. Auknir fjármunir renna til heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.