Samþykkt var á Alþingi tillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Tillagan var samþykkt með 45 atkvæðum og án mótatkvæða. „Heilbrigðisstefnan er sameign okkar allra, lýðræðislega kjörið Alþingi stendur að baki henni. Þetta eru mikilvæg tímamót“ sagði heilbrigðisráðherra sem kynnti heilbrigðisstefnuna á blaðamannafundi.