Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið starfshópi að gera tillögur um aðgerðir til að sporna við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Hópnum er ætlað að skila ráðherra tillögum sínum fyrir 1. maí næstkomandi. Í erindisbréfi starfshópsins segir að við vinnu hans skuli tekið tillit til þeirra sem nauðsynlega þurfa á þessum lyfjum að halda þannig að tillögur að aðgerðum beinist ekki að þeim sem lyfin koma að gagni.