Frumvarp til nýrra lyfjalaga til umsagnar

Share on facebook
Share on twitter

Drög að frumvarpi heilbrigðisráðherra til nýrra lyfjalaga voru, í kjölfar endurskoðunar, sett í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Gildandi lyfjalög eru að stofni til frá árinu 1994. Frá gildistöku laganna hefur þeim verið breytt margsinnis. Þau hafa samt aldrei sætt heildarendurskoðun, þótt margt hafi breyst í skipulagningu stjórnsýslu og framkvæmd lyfja- og heilbrigðismála á þeim rúmlega aldarfjórðungi sem þau hafa verið í gildi.