Nýr samningur um tannlæknaþjónustu við aldraða og öryrkja tók gildi 1. September 2018. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samninginn fela í sér mikilvæga kjarabót og einnig réttarbót fyrir aldraða og öryrkja. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga hækkar almennt úr 27% í 50%. Tannlæknaþjónusta við langveika aldraða og öryrkja á stofnunum verður þeim að kostnaðarlausu.