Einmanaleiki og félagsleg einangrun er algeng hjá öldruðum og er styrkjunum ætlað að bregðast við þeirri stöðu og styðja við fjölþættar aðgerðir sem miða við að draga úr félagslegri einangrun og einmanaleika þessa hóps. Aðgerðunum er bæði ætlað að bregðast við þeim áhrifum sem COVID-19 faraldurinn hefur haft á hópinn en einnig að styrkja stöðu aldraðra og draga úr einmanaleika til lengri tíma.