Heilbrigðismál

Endurgreiðslur tannlæknakostnaðar barna með skarð í gómi og vör

Share on facebook
Share on twitter

Öllum börnum sem fæðast með skarð í efri tannboga eða með klofinn góm er tryggður réttur til endurgreiðslu vegna tannlækninga og tannréttinga sem nemur 95% af gjaldskrá tannlæknis, að undangengnu mati á þörf, samkvæmt reglugerð sem tók gildi 1. janúar síðastliðinn.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í desember síðastliðnum ýmsar aðgerðir sem miða að því að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Líkt og fram kom er á næstu tveimur árum áætlað að auka framlög til tannlæknisþjónustu við börn og lífeyrisþega um samtals 320 milljónir króna. Fyrsta skrefið var stigið 1. janúar með gildistöku reglugerðar sem kveður á um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í kostnaði vegna nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga vegna þess vanda sem hér um ræðir.

Annar árangur á sama sviði

Aðgerðaáætlun um endurhæfingu til fimm ára

​Stórfjölgun hjúkrunarrýma á næsta ári

Samningur um stóraukna heimahjúkrun í Reykjavík

Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis við Boðaþing í Kópavogi.

Hjúkrunardeild fyrir heimilislaust fólk sett á fót árið 2021.

Styrkur fyrir sérnám ráðgjafa á sviði heilabilunar.

Bætt aðgengi framhaldsskólanema að geðheilbrigðisþjónustu

Nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 íbúa á Akureyri

Breyttar reglur um greiðslur fyrir þjónustu sjúkraþjálfara