Frumvarpið mun einfalda alla umgjörð varðandi hleðslustöðvar í fjölbýlishúsum og afnema hindranir sem hafa verið til staðar. Sem dæmi má nefna að almennt mun eigandi íbúðar ekki þurfa að fá samþykki annara eigenda til þess að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla, nema það leiði til þess að meira en helmingur bílastæða verði eingöngu til notkunar fyrir rafbíla. Hleðslubúnaður og annar tengibúnaður skal uppfylla allar þær kröfur sem til hans eru gerðar og er gerð krafa um að löggiltur rafverktaki annist uppsetningu á hleðslubúnaðnum.