Unnið er að því að bæta aðgengi framhaldsskólanema að fjölbreyttri geðheilbrigðisþjónustu og í því skyni hefur mennta- og menningarmálaráðuneyti samið við nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect um að veita alls 7 framhaldsskólum aðgang að stafrænni lausn sem tengir nemendur við sérfræðinga í gegnum öruggt vefsvæði.
Fjölmargir sérfræðingar í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu notast við kerfi Köru Connect til þess að eiga í samskiptum við skjólstæðinga sína í gegnum spjall- og myndfundi á netinu. Kerfið hefur reynst vel og nú þegar hafa margir skólanna nýtt sér hugbúnaðinn með ýmsum hætti.