Aukin heilbrigðisþjónusta við fanga

Share on facebook
Share on twitter

Fjárframlög til heilbrigðisþjónustu við fanga eru aukin og aðgengi að þjónustunni bætt með meiri viðveru heilbrigðisstarfsfólks samkvæmt nýgerðum samningi Sjúkratrygginga Íslands og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um heilbrigðisþjónustu í fangelsinu á Hólmsheiði. Samningsgerð er hafin um stórbætta geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum landsins.