Áhrifa COVID-19 faraldursins gætir í öllum atvinnugreinum og þegar hafa verið kynntar aðgerðir sem miða að því að styðja á fjölbreyttan hátt við vinnumarkaðinn, þar á meðal hlutastarfaleið og trygging launa fyrir sóttkví sem fyrirskipuð er af heilbrigðisyfirvöldum. Ljóst er að þau úrræði falla í sumum tilfellum ekki vel að hlutskipti íslenskra námsmanna. Atvinnuleysi hefur aukist gífurlega og brýnt að mæta menntunar- og virkniþörf atvinnuleitenda til viðhalda, bæta og breyta færni vinnuaflsins til sóknar þegar atvinnuástand batnar.