Áhersla lögð á hringrásarhagkerfið

Share on facebook
Share on twitter

Brýnt er að draga úr neyslu og sóun í samfélaginu, auka endurvinnslu og endurnýtingu og halda verðmætum eins lengi og hægt er í umferð. Vinna er í fullum gangi í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu við margvísleg verkefni tengd hringrásarhagkerfinu en þetta er meðal annars mikilvægt loftslagsmál.

Fjárframlög hafa verið tryggð til verkefnisins en framlög vegna hringrásarhagkerfisins aukast um tæpar 100 milljónir króna á árinu 2020.