Aðgerðahópur sem skipaður var í janúar í kjölfar snjóðfljóðanna á Flateyri og Suðureyri setti fram tillögur um fimmtán aðgerðir sem allar geta haft jákvæða þýðingu fyrir framtíðarþróun samfélagsins og uppbyggingu.
Ríkisstjórnin ákvað að leggja 13 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu á árinu 2020 til að fjármagna nýsköpunarstyrki og stöðu verkefnastjóra í nýsköpunar- og þróunarverkefnum. Þá verður 26 milljónum varið í verkefnið á næsta ári. Ráðinn verður verkefnastjóri, staðsettur á Flateyri á vegum Vestfjarðarstofu, í samstarfi við Ísafjarðarbæ. Staða verkefnastjóra verður auglýst fljótlega.
Til að fylgja eftir öðrum tillögum aðgerðarhópsins og tryggja framgang þeirra verður skipuð verkefnisstjórn með fulltrúum ofangreindra ráðuneyta sem falin verður ábyrgð á verkefninu í samstarfi við ábyrgðar- og samstarfsaðila einstakra aðgerða.