Aðgerðir til að draga úr sýklalyfjaónæmi efldar

Share on facebook
Share on twitter

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, stofnuðu í dag Sýklalyfjaónæmis- og súnusjóð og undirrituðu úthlutunarreglur sjóðsins með formlegum hætti.Tilgangur sjóðsins er að fjármagna verkefni undir formerkjum „Einnar heilsu“ (e. One Health) í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi. Sjóðurinn mun, meðal annars, styrkja grunnrannsóknir í sýklalyfjaónæmi, auk þess að greiða fyrir skimun og vöktun á sýklalyfjaónæmi í dýrum, matvælum, umhverfi og fóðri.