Starfshópur sem unnið hefur tillögur að aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi kynnti heilbrigðisráðherra niðurstöður sínar á fundi í velferðarráðuneytinu í gær. Embætti landlæknis var falið í september sl. að skipa starfshópinn á grundvelli þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára.