Liður í efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 er sérstakt átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, sem eiga takmarkaðan eða engan rétt til atvinnuleysisbóta. Til þess verkefnis verður varið 2.200 m.kr. og er markmiðið að skapa um 3.000 tímabundin störf fyrir námsmenn í sumar.
Jafnframt verður 300 milljónum kr. veitt aukalega í Nýsköpunarsjóð námsmanna en í hann geta háskólanemar í grunn- og meistaranámi sótt um styrki sem og sérfræðingar innan fyrirtækja, stofnana og háskóla sem óska eftir að ráða háskólanema í sumarvinnu við rannsóknir. Styrkirnir miðast við laun í þrjá mánuði og verður áhersla í styrkveitingum á frumkvöðlastarf og nýsköpun.