25 milljóna króna framlag í aðgerðaáætlun gegn sjálfsvígum

Share on facebook
Share on twitter

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í september 2018, að veita 25 milljóna króna framlag til að hrinda í framkvæmd verkefnum sem lögð eru til í aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína á málþingi sem haldið var í tilefni Alþjóðadags sjálfsvígsforvarna í dag.