Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Sjúkratryggingum Íslands að gera þriggja ára þjónustusamning við Ljósið um endurhæfingarþjónustu við fólk sem greinst hefur með krabbamein. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs eru 220 milljónir króna merktar Ljósinu sem til þessa hefur verið rekið fyrir söfnunarfé og styrki frá ári til árs.