Tólf verkefni fá fjármögnun úr fjárfestingarátaki um nýsköpun í heilbrigðisþjónustu sem nemur um 148 milljónum króna. Markmið átaksins var að auka nýsköpun með þarfir heilbrigðisþjónustu að leiðarljósi og fjölga á sama tíma störfum.
Mikill áhugi var á verkefninu og alls sóttu 48 opinberir aðilar í samvinnu við fyrirtæki um fjárfestingu til þróunarverkefna innan heilbrigðiskerfisins. Meðal þeirra verkefna sem fengu fjármögnun var DNA hraðgreiningarlausn, sem m.a. er hugsuð til að greina Covid-19 og app fyrir innlagða sjúklinga sem mun gera sjúklingum kleift að nálgast í gegnum smáforrit upplýsingar um innlögn og komu á spítala.
Valnefnd, sem skipuð var af fjármála- og efnahagsráðherra, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og heilbrigðisráðherra mat verkefnin út frá nýsköpunargildi, áhrifum á heilbrigðisþjónustu, framkvæmd, markmiðum og árangri.