Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gengið frá útfærslu 100 m.kr fjárfestingar á lagningu dreifikerfis raforku í jörðu í samræmi við sérstakt tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda.
Gengið hefur verið frá því gagnvart RARIK og Orkubúi Vestfjarða að fjármunirnir verði nýttir á árinu 2020 til þess að flýta mikilvægum framkvæmdum við jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku.